Í vor var göngustígurinn milli ML og Héraðsskólans lagaður að beiðni umhverfisnefndar ML. Nefndin hafði sent sveitarstjórn bréf um ástand gamla stígsins og brást hún skjótt við. Nú hafa nemendur kost á því að ganga þurrum fótum í íþróttahúsið og nota vonandi bílana minna, sem er frábært mál fyrir alla. Þetta er gott dæmi um það að allir geta mótað samfélagið sitt ef þeir óska þess og eiga að láta í sér heyra í stað þess að nöldra í einrúmi. Á meðfylgjandi mynd stillti hluti umhverfisnefndarinnar sér upp á stígnum nú á haustdögum til að þakka fyrir sig.

Heiða Gehringer formaður umhverfisnefndar ML