Kórinn okkar – hópefli
Kórinn okkar er svo sannarlega að reyna að gera það besta úr aðstæðum. Hann æfir af fullum krafti og hefur verið skipt í fjóra hópa þar sem eru mismunandi áherslur (tveir klassískir hópar, einn popphópur og svo einn millihópur). Nýlega vorum við með smá hópeflisfjör, þar sem þau fengu tækifæri til þess að kynnast betur [...]
Annarleyfi og Heimavika
Skólahald hefur gengið ljómandi í Menntaskólanum að Laugarvatni eftir að allir nemendur komu í hús. Til að koma nemendum fyrir innan sóttvarnarreglna höfum við fengið að koma hluta nemenda fyrir í Héraðsskólanum, því fagra húsi. Við í ML erum afar stolt af nemendum okkar sem virða grímuskyldu og aðrar sóttvarnarreglur með glæsibrag. Samstaðan er okkur [...]
Enn var dansað
Í liðinni viku stigu nemendur 2. og 1. árs í dansspor 3ja árs nema. Völdu lag, sömdu dans við lagið, æfðu og sýndu samnemdum og kennara við mikinn fögnuð áhorfenda. Dansarnir þeirra voru einnig virkilega flottir og dansararnir fimir og og glæsilegir! Hér eru nokkrar myndir. María Carmen Magnúsdóttir
Það var dansað
Nemendur 3ja árs í áfanganum Hreyfing og heilsa fást við ýmis viðfangsefni í tímum. Í gær var verkefni þeirra að velja lag, semja dans við lagið og æfa hann síðan. Að lokum dönsuðu þau dansinn sinn fyrir samnemendur við mikinn fögnuð nemenda og kennara 🙂 Dansarnir voru virkilega flottir og dansararnir fimir og og glæsilegir! [...]
Þýskir réttir í þýskuvali
Nemendum á þriðja ári hefur að vori staðið til boða að velja Berlínaráfanga eftir skylduáfanga í þýsku. Hluti af þeim áfanga er ferð til Berlínar. Í ár var það ekki hægt og því var ákveðið að bjóða upp á kvikmynda- og menningaráfanga. Þessa vikuna í þýskuvali voru útbúnir þýskir réttir eins og Käsespätzle (ostapasta), Käsekuchen [...]
ML fær fimmta Grænfánann!
Þann 26. janúar fengum við í ML fimmta Grænfánann okkar við hátíðlega en fámenna athöfn fyrir utan skólann. Það var Sigurlaug Arnardóttir frá Landvernd sem færði nokkrum nemendum úr umhverfisnefndinni fánann og viðurkenningarskjal. Við erum afar stolt af umhverfisstarfi okkar síðastliðin 13 árin og margt gott hefur komið út úr því starfi. Á síðasta tímabili [...]