Kór Menntaskólans að Laugarvatni hélt tvenna vortónleika á dögunum sem vöktu mikla lukku meðal áhorfenda. Tónleikarnir voru haldnir í Skálholtskirkju og Guðríðarkirkju og dagskráin var fjölbreytt að vanda. Fyrir hlé var hátíðleg dagskrá þar sem falleg íslensk lög voru sungin, lög á borð við Hjá lygnri móðu og Lofsöngur, þjóðsöngur Íslands. Eftir hlé varð stemningin frjálslegri og meira kósý en þá fóru kórmeðlimir í skrautleg og vorleg föt og tóku m.a. lagið Shallow eftir Lady Gaga. Sérstakar þakkir á hún Eyrún Jónasdóttir kórstjóri skilið fyrir að ná fram því besta frá kórmeðlimum og halda aga í leiðinni.

Það sem stóð þó upp úr var fyrsta lagið eftir hlé. Þá marseruðu allir strákar kórsins inn kirkjugólfið og sungu Mottu-mars lagið. Strákarnir báðu sérstaklega um að syngja þetta lag á tónleikunum en í kjölfarið var ákveðið að 50% ágóða tónleikanna myndi renna til Krabbameinsfélags Íslands og söfnuðust 500.000 krónur til félagsins!

Vortónleikarnir voru lokaverkefni kórsins á skólaárinu og má því segja að kórinn hafi klárað árið með stæl!

Myndir frá tónleikunum.

Laufey Helga Ragnheiðardóttir 2N, ritari kórsins

Viltu deila...
Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter