Loading...

Forsíða

Forsíða
Forsíða2018-12-18T09:30:01+00:00

ML-ingar fjölmenntu á Gettu betur

Mánudaginn 14. des. keppti  lið Menntaskólans að Laugarvatni  í annarri umferð Gettu betur. Á fjórða tug nemenda skólans fylgdu liðinu og héldu upp góðri stemmningu í sal þegar ML-liðið atti kappi við lið Menntaskólans á Akureyri. Þrátt fyrir góða frammistöðu þeirra Ísoldar Eglu, Sigríðar Magneu og Sindra Bernholt lauk viðureigninni með sigri MA 23 - [...]

Úti að leika

Í gær fjölgaði um nokkra svellkalda karla og kerlingar í skólanum þegar nemendur í útivist hjá Hallberu Gunnarsdóttur kennara, fögnuði fyrsta alvöru snjónum sem fallið hefur í vetur hér á Laugarvatni og hlóðu nokkra snjókerlingar og - karla. Ekki verður annað séð en að fólk, bæði frosið og ófrosið hafi skemmt sér hið besta. VS

Kór ML og kórstjóri hlutu Menntaverðlaun Suðurlands

Á hátíðarfundi Vísinda- og rannsóknasjóðs Háskólafélags Suðurlands, er haldinn var í hátíðarsal FSu 10. janúar s.l., afhenti Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands Menntaverðlaun Suðurlands en fjórir voru tilnefndir. Skemmst frá að segja þá hlaut Kór Menntaskólans að Laugarvatni og stjórnandi hans, Eyrún Jónasdóttir, verðlaunin. Foreldrafélag ML, FOMEL, hafði tilnefnt kórinn og Eyrúnu til dómnefndar. [...]

Lið ML bar sigur úr býtum í fyrstu umferð Gettu betur

Lið Menntaskólans að Laugarvatni sigraði lið Fjölbrautaskólans í Breiðholti í fyrstu umferð Gettu betur í gærkvöldi. Keppnin var spennandi og jöfn framan af, en lið ML hafði sigur að lokum og úrslit urðu þannig að ML hafði 16 stig en FB 10. Fjórtán sigurlið fyrstu umferðar komast áfram í aðra umferð og mun lið Menntaskólans [...]

Verðandi styrktarforeldar

Nemendafélagið Mímir stefnir á að gerast styrktarforeldri barns í gegnum barnahjálparsamtökin SOS Barnaþorpin. Hugmyndin kom alfarið frá stjórn nemendafélagsins og stendur nemendafélagið algjörlega fyrir framtakinnu. Í dag var fræðslufulltrúi samtakanna fenginn til að kynna starfið fyrir nemendum skólans og verðandi styrktarforeldrum. Sigríður Helga Steingrímsdóttir stallari

Gleðileg jól

Námsmati haustannar er nú lokið og nemendur farnir heim í jólaleyfi. Annríki hefur verið mikið þessa síðustu daga, en nú hefur færst ró yfir húsakynnin. Skrifstofa skólans lokar í dag, miðvikudaginn 19. desember, – og opnar ekki aftur fyrr en á nýju ári, fimmtudaginn 3. janúar 2019.   Skólastarf hefst sama dag með svonefndri hraðkennslu hvar [...]

English Dansk Polski Deutsch Français Español