Það er óhætt að segja að á meðal nemenda í Menntaskólanum að Laugarvatni leynast efnilegir leikarar og leikkonur.

Nemendur eru komnir á fullt með að æfa skólaleikritið en finna þó tíma til þess að taka þátt í Unglist og keppa m.a. í spunakeppninni Leiktu Betur

Það voru sex galvaskir ML-ingar sem gerðu sér ferð til Reykjavíkur laugardaginn þann 19. nóvember og stigu á stokk á Litla Sviðinu í Borgarleikhúsinu þar sem þau hrepptu annað sætið! Glæsilegur árangur það!

Þáttakendur fyrir hönd ML voru:

Þrándur Ingvarsson 1.N.

Ragnar Leó Sigurgeirsson 1.F.

Svava Margrét Sigmarsdóttir 1.F

Óskar Snorri Óskarsson 2.F

Urður Ósk Árnadóttir 1.F (varamaður)

Skírnir Eiríksson 2.N (varamaður)

 

Ásrún Ester enskukennari

Viltu deila...
Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter