Forvarnardagur nýnema í ML var haldinn 24. september sl. Dagskráin hófst á fyrirlestrum,  Guðni Sighvatsson talaði um gildin í skólastofunni og Óli Örn Atlason um samskipti á netinu. Heiti hans fyrirlesturs, Bara 1 like í viðbót, er lýsandi fyrir marga notendur í netheimum.

Eftir fyrirlestrana var haldið út í Eldaskála þar sem útivistarkennararnir Smári Stefánsson og Hallbera Gunnarsdóttir stóðu fyrir hópefli og hamborgaraveislu.

Hér eru nokkrar myndir frá deginum.

María Carmen Magnúsdóttir forvarnarfulltrúi ML

Viltu deila...
Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter