skalholtoflÍ síðustu viku lagði annar bekkur land undir fót og fór í íslenskuferðalag. Ferðin hófst í Skálholti þar sem sr. Egill Hallgrímsson tók vel á móti ML-ingum. Hann sagði frá sögu staðarins, fór yfir helstu merkismenn Skálholtsstaðar, sýndi hópnum ýmsa merka muni í kirkjunni og í safni hennar. Loks var gengið um nánasta umhverfi. Sr Agli eru færðar kærar þakkir fyrir góðar móttökur.

Frá Skálholti var haldið á Selfoss þar sem beið pizzuhlaðborð á Pizza Islandia. Eftir að hafa sporðrennt nokkrum sneiðum var haldið á Álfasafnið og Draugasetrið á Stokkseyri þar sem nemendur komust í kynni við álfa, tröll, drauga og annað huldufólk. Nokkur draugagangur var á safninu og hrukku þó nokkrir nemendur í kút. Að lokum hélt hópurinn, sæll og glaður, heim á Laugarvatn. Myndir úr ferðinni má finna á myndasíðunni. Það má með sanni segja að dagurinn hafi heppnast afar vel og voru nemendur skólanum til sóma.

Aðalbjörg Bragadóttir, íslenskukennari.

Viltu deila...
Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter