vaknaÞær raddir hafa heyrst meðal kennara, nú fyrstu daga kennslu, að það sé nánast óbærilegt að koma sér fram úr til að drattast í skólann og þar að standa frammi fyrir nemendum allan daginn, allt upp í átta kennslustundir.

Þeir sem eiga þessar raddir hafa sést ganga fremur þungum skrefum inn á kennarastofuna í aðdraganda fyrsta tíma, augljóslega hreint ekki tilbúnir að láta af jólavenjunum. En þeir hafa sýnt gott fordæmi, eins og er hlutskipti kennarastéttarinnar, og mætt til vinnu.

Upplitið á þessum jólabörnum eftir að fyrsta tímanum lauk  var talsvert annað. Þeir höfðu á orði, að nú væri lífið búið að fá allt annan blæ og bjartari. Samskiptin við unga fólkið, svo glaðlegt og ánægt, gerir  kraftaverk.

pms

 

Viltu deila...
Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter