Islenskuferd_frettÍ gær lagði annar bekkur land undir fót og fór í íslenskuferðalag. Ferðin hófst í Skálholti þar sem sr. Egill Hallgrímsson tók vel á móti ML-ingum. Sr. Egill sagði frá sögu staðarins, fór yfir helstu merkismenn Skálholtsstaðar, sýndi okkur ýmsa mæta muni í kirkjunni og í safni kirkjunnar og gekk um nánasta umhverfi með okkur. Þökkum við honum kærlega fyrir góðar móttökur. Frá Skálholti héldum við til Selfoss þar sem beið okkar pizzahlaðborð á Pizza Islandia. Eftir að hafa sporðrennt nokkrum pizzusneiðum var haldið á Draugasetrið á Stokkseyri þar sem nemendur komust í kynni við álfa, tröll, drauga og annað huldufólk. Það var mjög skemmtilegt og hrukku nokkrir í kút inni í safninu. Að lokum héldum við sæl og glöð heim á Laugarvatn. Myndir úr ferðinni má finna á myndasíðunni. Það má með sanni segja að dagurinn heppnaðist afar vel og voru nemendur skólanum til sóma.

Aðalbjörg Bragadóttir, íslenskukennari.

Viltu deila...
Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter