Moth_frttHér við Laugarvatn hafast fjölmargar dýrategundir við og dafna vel. Ekki þarf annað en að líta út um glugga á skólastofu í ML til að sjá kindur og hesta, auk hins stórbrotna fuglalífs sem á sér stað í kringum vatnið. Öllu sjaldgæfari gestur gerði sig hinsvegar heimakominn undir bíl sögukennarans í vikunni. Þar var á ferðinni risavaxið fiðrildi sem var að þrotum komið, eflaust eftir langt flug frá meginlandi Evrópu. Lífleysi gestsins kom þó ekki í veg fyrir að hann vekti mikla athygli á kennarastofunni þar sem hann var myndaður og mældur.

 

Náttúrufræðikennarinn tók síðan að sér að koma fiðrildinu á viðkomandi stofnun og fékk um leið að vita að um svokallaðan kóngasvarma væri að ræða. Kóngasvarminn er mikill flugkappi, enda á stærð við lítinn fugl, og flækist hingað til lands stöku sinnum með veðri og vindum. Frekari upplýsingar um kóngasvarma er að finna hér.

 

Valgarður Reynisson, sögukennari.

Viltu deila...
Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter