SkírnEftir kennslu á föstudaginn var farið í sannkallaða gleðigöngu um götur Laugarvatns, þegar eldri nemendur ML gengu með nýnemum um þorpið og enduðu niður við vatn. Þarna var í gangi hin hefðbundna inntökuathöfn nýrra menntskælinga og samkvæmt hefð endaði athöfnin á skírn í Laugarvatni þar sem nýnemar voru formlega teknir inn í skólasamfélag ML-inga. Myndir segja meira en mörg orð og lýsa hinni tæru gleði sem ríkti.

Ívar Sæland tók myndirnar sem finna má hér.

vs

Viltu deila...
Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter