Nemendur 3F í íslensku hjá Elínu Unu brugðu sér af bæ á köldum mánudagsmorgni og heimsóttu Hús skáldsins að Gljúfrasteini. Andi hússins, sagan, rúmið hans Halldórs, öskubakkinn á stólbríkinni, ritvélin, hatturinn hennar Auðar, listaverkin, litla uppþvottavélin… Allt var það meðtekið fyrir hádegi en gleymist ekki glatt.

Elín Una íslenskukennari

Viltu deila...
Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter