Hinseginfélagið Yggdrasill var stofnað í ML nú í haust. Stofnmeðlimir völdu sér öfluga stjórn sem stóð fyrir hinseginviku 8.-12. nóvember. Blásið var til föndurkvölds þar sem skólinn var fagurlega skreyttur og Rocketman með Elton John var sýnd á bíókvöldi. Starfsfólk klæddist hinsegin litunum og hinseginfáninn blakti að venju við hún fyrir utan ML.  

Einn morguninn blés skólameistari til húsþings, ræddi um fordómaleysi og fjölbreytileika og skartaði stoltur lökkuðum nöglum í hinseginlitunum. Þá var oddvita Yggdrasils afhentur borðfáni sem gjöf frá skólanum til félagsins.  Dagskrá vikunnar endaði á fyrirlestri Rannveigar Ágústu Guðjónsdóttur sem talaði meðal annars um “öráreitni” og vakti fólk til umhugsunar um það hvort “grín” er alltaf gott.  

Sjá myndir hér

Freyja, jafnréttisfulltrúi ML 

Viltu deila...
Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter