vestjysk hjalmstaHluti af rannsóknum sem tengjast samstarfsverkefni ML og Vest Jysk Gymnasium var framkvæmdur í gær með því Danirnir sem eru í heimsókn, ásamt nemendum úr 2N  brunuðu að Hjálmsstöðum í Laugardal á fjórhjóla fákum og stunduðu þar rannsóknir á kúnum á bænum fram undir hádegi, undir stjórn Próf. Jörgen Madsen, frá Stórdýravísindadeild Kaupmannahafnarháskóla.  Rannsóknin fólst í því að mæla það magn koltvísýrings og metans sem kýrnar gáfu frá sér með andardrætti.  Ekki verður hér farið dýpra í eðli og tilgang, þar eð undirritaður lýsir talsverðum skorti á þekkingu innan þess vísindasviðs sem þarna er um að ræða. Bændurnir Fanney Gestsdóttir og Páll Pálmason tóku af höfðingsskap á móti hópnum, en hlaðborð íslenskra mjólkurafurða beið þegar rennt var í hlað.  

Að sögn Páls bónda urðu kýrnar nokkuð stressaðar við að fá svona marga í heimsókn og kom það fram í talsverðri þörf þeirra fyrir að létta af sér úrgangsefnum þeim megin sem ekki var verið að taka sýni.

 

Eftir að rannsókn lauk, var haldið í skólann aftur og þar hélt Prof. Madsen (einhverjir vildu nú kalla hann Sean) fyrirlestur fyrir allan hópinn, og einnig marga nemendur úr 4N og 3N, sérstaklega þá sem hafa áhuga á búfræðum.

-pms

MYNDIR frá þessum degi