Húsakostur Menntaskólans að Laugarvatni samanstendur að mestu af þremur húsum.  Þau eru skólahúsið sjálft og heimavistir skólans Nös og Kös.  Einnig fer kennsla á sérgreinum fram í því húsnæði sem kostur er á í hvert sinn.

Stærstur hluti starfsemi skólans fer fram í skólahúsinu sjálfu, enda fer þar fram öll kennsla utan íþrótta og verklegra valgreina.  Auk kennslurýmis er bókasafn skólans  í skólahúsinu, eldhús og borðsalur, þvottahús, félagsaðstaða, kennarastofa, skrifstofur og vinnustofur kennara. Þar fyrir utan er sá hluti heimsvistar skólans, sem kallast Fjarvist. Þar eru nemendur fjórða árs til húsa eftir því sem rými leyfir.

Skólahúsin