Persónur Njálu lifnuðu við í íslenskustofu á dögunum  og óðu fram með ruddaskap og háreysti. Þar fóru fremst Hrappur Örgumleiðason, Skarphéðinn Njálsson og Hallgerður langbrók. Tilefnið var bótakrafa Njálssona á hendur Þráni Sigfússyni vegna óþæginda sem þeir bræður urðu fyrir í Noregi. Deila hlaust af sem ráðin var til lykta þegar höfuð Þráins klofnaði ofan í jaxla – og jaxlarnir flugu yfir ísilagt Markarfljótið eins og kunnugt er!  Nemendur sömdu handrit og léku þessa dramatísku atburði af mikilli innlifun og listfengi.

Myndir!

Elín Una Jónsdóttir íslenskukennari

Viltu deila...
Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter