korSkalholt 18ssKór Menntaskólans að Laugarvatni mun halda sína árlegu jólatónleika í Skálholtskirkju, miðvikudaginn 7.desember, kl. 20:30. 

Á efnisskránni er fjölbreytt jólatónlist gömul og ný. 
Nokkrir kórfélagar syngja einsöng með kórnum og eins munu félagar úr kórnum annast undirleik í nokkrum lögum.

Miðaverð  er kr. 2.500- og frítt er fyrir 12 ára og yngri.

Ágóði kvöldsins fer í ferðasjóð kórsins en fyrir liggur að fara utan vorið 2018.

Vonumst til þess að sjá sem flesta!

Kór ML

 

MYNDIR FRÁ LOKAÆFINGU

Viltu deila...
Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter