Frá aðventustund kórs ML í Skálholti 2013Nú styttist í kennslulok og upphaf haustannarprófa. Þessum tíma fylgir vaxandi tilhlökkun, tilkomin vegna jólahátíðarinnar sem er framundan.

Kór skólans heldur tónleika í Skálholtsdómkirkju þann 3. desember og skapar þannig tækifæri fyrir jólabörn á öllum aldri til að rifja upp og efla jólaskapið. Tónleikarnir hefjast  kl. 20:00 og kórinn flytur fjölbreytta dagskrá með söng og hljóðfæraleik.

Aðgangseyrir er kr. 2500, en 12 ára og yngri þurfa ekkert að greiða.

Sem sagt: Skálholt, miðvikudag 3. desember, kl. 20:00

pms