ungmennaradFimmtudaginn síðasta komu góðir gestir í heimsókn í lífsleikni í fyrsta bekk. Þetta voru þau Hannah Bryndís Proppé-Bailey og Kristinn Jóhannsson en þau komu til að kynna fræðslumyndbandið „Einelti er ekkert grín“. Þau Hannah Bryndís og Kristinn eru meðlimir í Ungmennaráði Miðborgar og Hlíða, en ráðið hlaut styrk frá Evrópu unga fólksins vorið 2010 til að vinna að fræðsluefni til að sporna gegn einelti. Fræðslumyndbandið samanstendur af 6 stuttmyndum, en ungmennaráðið sá um að semja handritin, leikstjórn, upptökur, klippingu og frágang. Heimsóknin heppnaðist afar vel og líflegar umræður spruttu upp um þetta krefjandi mál. Þess má geta að nemandi í fyrsta bekk, Anna Dóra Aldísardóttir, er einnig í ungmennaráðinu og hjálpaði til við skipulagningu heimsóknarinnar.

 Ég þakka Hönnuh Bryndísi, Kristni og Önnu Dóru fyrir góðan lífsleiknitíma.

Aðalbjörg Bragadóttir.

Viltu deila...
Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter