thjodbjorgÞjóðbjörg Eiríksdóttir frá Gýgjarhólskoti  í Biskupstungum, nemandi í 2. bekk náttúrufræðibrautar, varð meðal þeirra efstu á landsvísu í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema. Hún keppti á neðra stigi og hlaut sjöunda sætið. Hún tók á móti viðurkenningu í HR miðvikudaginn 19. okt. Við hjá ML óskum henni til hamingju með afar góðan árangur og erum mjög stolt af henni.

SM

 

 

Viltu deila...
Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter