Samkvæmt fyrirmælum stjórnvalda hefur Menntaskólanum að Laugarvatni verið lokað í bili.

Nemendur hafa verið sendir til síns heima og kennsla fellur niður í dag, fimmtudaginn 25. mars.

Gert er ráð fyrir óhefðbundnu skólastarfi á morgun, föstudaginn 26. mars, og svo hefst páskaleyfi.

Óljóst er á þessari stundu hvernig skólastarfi verður háttað eftir páskaleyfi. Stjórnvöld hyggjast móta

tillögu að skólastarfi á næstu dögum í samráði við skólameistara.

Nemendum verður tilkynnt um framhaldið um leið og frekari upplýsingar liggja ljósar fyrir.

Menntaskólinn að Laugarvatni óskar nemendum sínum ánægjulegs páskaleyfis.

Jóna Katrín Hilmarsdóttir

skólameistari

Viltu deila...
Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter