morfislogoLið Menntaskólans að Laugarvatni tekur þátt í Mælsku og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi (MORFÍs) í fyrsta sinn nú í vetur. Liðið ML er komið í átta liða úrslit þar sem andstæðingarnir verða liðsmenn Menntaskólans á Akureyri. Umræðuefnið er sérstaklega spennandi að þessu sinni. ML mun mæla gegn fordómum en MA mun mæla með þeim. Það er því útlit fyrir spennandi keppni í matsal Menntaskólans að Laugarvatni miðvikudaginn 15. febrúar kl. 20.00.

Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis.

Valgarður Reynisson

Viltu deila...
Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter