Nemendur á fyrsta ári í ML fóru á málþing kynjafræðinema í framhaldsskólum síðastliðinn fimmtudag þann 4. október en kynjafræði er skylda á fyrsta ári hér í ML. Málþingið var á vegum kynjafræði við Háskóla Íslands og kynjafræðikennara í framhaldsskólum og var haldið í Stakkahlíð, Háskóla Íslands.  

Á málþinginu voru fjögur erindi sem nemendur hlustuðu á: Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talaði um kynferðisofbeldi meðal framhaldsskólanema og #sjúkást átakið, Karen Dögg Bryndísar- og Karlsdóttir fjallaði um druslustimplun, Ásta Kristín Benediktsdóttir fjallaði um hinsegin málefni og dr. Eyja Margrét Brynjarsdóttir tók fyrir bakslagið við #metoo hreyfingunni.

Ferðin gekk vel og frábært að nemendur fái tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og hitta kynjafræðinema úr öðrum skólum.

Karen Dögg, félagsvísindakennari.

Viltu deila...
Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter