Um miðbik hverrar annar skrá kennarar miðannarmat í InnuMiðannarmat byggir oftar en ekki á niðurstöðum úr námsmati sem þegar hefur farið fram (prófum eða verkefnum). Einnig er um að ræða huglægt mat kennarar á frammistöðu , ástundun og vinnubrögðum.  

Miðannarmatið er ekki hefðbundin einkunn eins og tíðkast í annarlok, að undangengnu öllu námsmati áfangans, heldur vísbending um stöðu mála eins og kennarar meta hana á þeim tímapunkti. Með bættum vinnubrögðum ættu allir að geta snúið við blaðinu, gefi miðannarmatið tilefni til þess, og náð ásættanlegri lokaniðurstöðu.  

Í skóladagatali (á forsíðu ml.is – sjá mynd 1) kemur fram hvenær áætlað er að kennarar skili miðannaramati.  

Til að sjá miðannarmatið á Innu (sjá mynd 2) er smellt á „Námið” og svo “Einkunnir“. Miðannarmatið birtist þar fyrir neðan Lokaeinkunnir.

Foreldrar og nemendur eru hvattir til að skoða matið gaumgæfilega. Þá er um að gera að hafa samband við kennara ef frekari útskýringa er óskað, eða til að ræða um leiðina fram á við.

Mynd 1

Mynd 2