Náttúruvísindabraut

//Náttúruvísindabraut
Náttúruvísindabraut2018-08-15T17:59:04+00:00

Lýsing brautar

Markmið brautar

Brautarskipulag

Valáfangar brautar


Á náttúruvísindabraut er áhersla á kjarnagreinar, auk sérgreina brautarinnar í stærðfræði og raungreinum, s.s. líffræði, jarðfræði, efnafræði og eðlisfræði. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og hún er góður undirbúningur fyrir háskólanám m.a. í tæknigreinum, náttúruvísindum, stærðfræði og heilbrigðisvísindum.

Í kjarna brautarinnar er 41 eining á 1. hæfniþrepi,  77 á 2. hæfniþrepi og 40 einingar á því þriðja, alls 143 einingar.

Nemendur þurfa að taka að lágmarki 42 einingar í frjálsu vali.

Hafa þarf í huga við allt val að einingar á fyrsta þrepi geta verið 66 að hámarki, annars þreps einingar 100 að hámarki og það þurfa að vera að lágmarki 34 einingar á þriðja þrepi.

Hér má sjá nánari lýsingu á brautinni á namskra.is


Markmið brautar:

Náttúruvísindabraut er skipulögð sem þriggja ára bóknám sem lýkur með stúdentsprófi.  Námi á brautinni er ætlað að veita nemendum góða almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum greinum með áherslu á sérsvið náttúruvísinda.
Brautin býr nemendur undir framhaldsnám í háskóla í náttúruvísindum, stærðfræði og öðrum greinum sem byggjast á góðri undirstöðu í náttúruvísindum, s.s. heilbrigðisgreinum og landbúnaðarfræðum.

Nemendur sem lokið hafa stúdentsprófi af náttúruvísindabraut eiga að:

  • hafa öðlast nægilega góðan undirbúning fyrir háskólanám, sérstaklega í raungreinum og verk- og tæknigreinum
  • hafa almenna og góða þekkingu á náttúruvísindum og stærðfræði
  • hafa tileinkað sér vönduð vinnubrögð
  • vera færir um að beita gagnrýnni hugsun
  • hafa tileinkað sér tölulæsi og meðferð talna
  • kunna að afla sér gagna og geti skilið þau og vera færir í úrvinnslu og meðhöndlun gagna
  • hafa færni í að afla sér nýrrar þekkingar og viðhalda henni
  • geta tjáð sig skýrt og skipulega í ræðu og riti og fært rök fyrir skoðunum sínum á vandaðri íslensku

Brautarskipulag


Valáfangar brautar

Eftirfarandir valáfangar eru í 1. – 3. bekk.

Útivist
Kór

Valáfangar fyrir 3. bekk náttúruvísindabrautar ML skólaárið 2018-2019

Framboð valáfanga getur breyst frá ári til árs.

Haustönn

Vorönn

Númer Heiti Númer Heiti
EFNA3LÍ05 Lífræn efnafræði FCAD2FT05 Forritun og tækniteikning
ENSK3KL05 Kvikmyndatónlist og leikgleði FÉLA3AF05 Afbrotafræði
FAHÖ2AB04 Fatagerð og hönnun FÉLA3FJ05 Fjölmiðlafræði
FÉLA3MA05 Mannfræði FRAN2FD05 Parísaráfangi
HNMF2MA05 Heilbrigðis- og næringafræði, matreiðsla ÍSLE3DF05 Dægurmenning og félagsleg málvísindi
JARÐ2SF05 Stjörnufræði LIST2LM04 Ljósmyndun
LBHF2AB05 Lögfræði, bókfærsla og hagfræði LIST2MY04 Myndlist
LIST2LT04 Leiklist, tjáning og tónlist LOLÍ3LL05 Líffæra- og lífeðlisfræði
LÍFF3EF05 Erfðafræði SAGA3AB05 Kvikmyndir og saga
STÆR3HD05 Hagnýting heildarreiknings, runur og raðir SÁLF2GE05 Geðheilbrigði
UPPL2UL05 Upplifðu Laugarvatn STÆR3BD05 Breiðbogaföll, diffurjöfnur og fylki
ÞÝSK2ÞD05 Berlínaráfangi