Í síðustu viku héldu 3. árs nemar í áfanganum  Afbrotafræði í fræðsluferð  í Háskóla Íslands. Þar fengu þau að hlýða á nokkra fyrirlestra á kynjafræðimálþingi,  má þar nefna sjúkást; þar sem Steinunn Gyða verkefnastýra hjá Stígamótum fjallaði um mörk óheilbrigðra og heilbrigðra samskipta og vitni í eigin máli; þar sem Hildur Fjóla doktorsnemi í réttarfélagsfræði sagði frá rannsókn sinni á upplifun þolenda kynferðisbrota af lagalegri stöðu sinni og réttindum. Þetta var virkilega fræðandi og átti vel við í okkar námi.

Áður en þangað var haldið var stoppað á Grillhúsinu og góður matur borðaður.

Nemendur voru að sjálfsögðu skólanum til sóma og við leyfum hér nokkrum myndum að fylgja með.

Karen Dögg, félagsvísindakennari.

Viltu deila...
Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter