MLfyrirmyndar2Nú hyggst hún Erna okkar fara að hægja ferðina lítillega og okkur vantar einhvern góðan til að fylla í skarðið sem hún skilur eftir. Svona hljóðar auglýsingin um þetta starf:

Mötuneyti Menntaskólans að Laugarvatni auglýsir eftir gjaldkera/bókara.

Gjaldkeri/bókari sér m.a. um almennt bókhald mötuneytisins, viðskiptabókhald, innheimtu, greiðslu reikninga, launaafgreiðslu starfsfólks mötuneytis og þvottahúss, undirbýr reikningsskil í hendur endurskoðanda og aðstoðar skólameistara við ýmislegt er tengist fjármálum skólans.  Næsti yfirmaður er skólameistari.

 

Upplýsingar um starfsaðstæður, vinnutíma og launakjör veitir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari, í síma 4808800 eða í farsíma 8615110.

Um er að ræða 80% starf.  Ráðning er frá og með 1. október 2014 og mun núverandi gjaldkeri starfa við hlið þess sem ráðin(n) verður í októbermánuði.  Reynsla af bókhaldsstörfum er æskileg svo og almenn tölvukunnátta.  Hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi, skipuleg vinnubrögð, dugnaður og elja er góðir kostir í starfinu.

Menntaskólinn að Laugarvatni ber titilinn Fyrirmyndarstofnun ársins 2014.  Afskaplega góður starfsandi mælist í stofnuninni.

Áhugasömum er bent á heimasíðu skólans,  www.ml.is

Umsóknarfrestur er til 18. september n.k. og skulu umsóknir hafa borist skólameistara fyrir þann tíma.

 

pms

Viltu deila...
Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter