Loading...

Forsíða

Forsíða
Forsíða2019-12-17T09:40:11+00:00
2711, 2019

Málþing kynjafræðinema

Nemendur á fyrsta ári fóru á Málþing fyrir kynjafræðinema í framhaldsskólum fimmtudaginn 7. nóvember frá 14:00 til 15:30. Málþingið var haldið í Skriðu, fyrirlestrasal Kennaraháskólans í Stakkahlíð. Námsbraut í kynjafræði við Háskóla Íslands og kynjafræðikennarar í framhaldsskólum buðu upp á þrjú erindi sem tengdust kynheilbrigði. Ferðin var liður í kynjafræðiáfanganum sem allir nemendur taka á [...]

1911, 2019

Vettvangsferð HNMF

Á dögunum fóru nemendur í  áfanganum HNMF (Heilbrigðis- og næringafræði, matreiðsla) í vettvangsferð. Lagt var af stað kl. 14.30 og haldið í Mjólkursamsöluna á Selfossi þar sem Björn Baldursson tók á móti okkur og sagði frá fyrirtækinu og staðnum í máli og myndum, eftir kynningu fengu nemendur ískalda kókómjólk og einnig bragða á nýrri tegund [...]

1411, 2019

Bækur og höfundar

Það eru snillingar af öllum gerðum hér í ML og meðal þeirra eru starfsmenn sem  nýverið hafa gefið út bækur. Þetta eru þær Ásrún Magnúsdóttir enskukennari, sem í ár hefur skrifað þrjár bækur, Fleiri Korkusögur,  Ævintýri Munda lunda og jólavísurnar Hvuttasveinar. Elín Jóna Traustadóttir verkefnastjóri, sem gerði bókina Tungufells faldbúningurinn : gerð faldbúningsins í máli [...]

711, 2019

Njáluferð

Það hefur verið fastur liður hjá ML að fara með alla nemendur í öðrum bekk í Njáluferð þegar líður á haustið. Vel gert af skólanum að bjóða upp á slíka ferð á söguslóðir og hlýtur að vera til hagsbóta fyrir nemendur að að fara á staðina sem helst er minnst á í Njálu. Lagt var [...]

511, 2019

Blítt og létt

Seinnipart kynningardagsins var söngkeppni nemendafélagsins Mímis, Blítt og létt, haldin í Íþróttahúsi Bláskógabyggðar á Laugarvatni. Keppnin var hin glæsilegasta og umgjörð öll sem nemendur ML sköpuðu sérlega fagmannleg.  Nemendur ML og grunnskólanna, fjölmargir foreldrar og starfsmenn sem og íbúar víða að fjölmenntu á viðburðinn. 13 atriði kepptu um Hljóðkútinn svonefnda, verðlaunagrip Blítt og létt. Hljómsveit [...]

511, 2019

Kynningardagur ML

Á þriðjudaginn var, þann 29. október var árlegur kynningardagur Menntaskólans að Laugarvatni. Rétt um 130​ gestir heimsóttu skólann þennan dag, nemendur 9. og 10. bekkja margra grunnskóla á Suðurlandi ásamt kennurum.  Hefð er fyrir því að ML bjóði sunnlenskum nemendum á sérlegan kynningardag að hausti og hefur verið afar ánægjulegt hversu margir grunnskólar hafa þekkst boðið [...]

English Dansk Polski Deutsch Français Español