Loading...

Forsíða

Forsíða
Forsíða2018-12-18T09:30:01+00:00

Blítt og létt

Seinnipart kynningardagsins var söngkeppni nemendafélagsins Mímis, Blítt og létt, haldin í Íþróttahúsi Bláskógabyggðar á Laugarvatni. Keppnin var hin glæsilegasta og umgjörð öll sem nemendur ML sköpuðu sérlega fagmannleg.  Nemendur ML og grunnskólanna, fjölmargir foreldrar og starfsmenn sem og íbúar víða að fjölmenntu á viðburðinn. Tíu söngatriði kepptu um Hljóðkútinn svonefnda, verðlaunagrip Blítt og létt. Hljómsveit atvinnumanna [...]

Kynningardagur ML

Á fimmtudaginn var, þann 1. nóvember var árlegur kynningardagur Menntaskólans að Laugarvatni. Rétt um 200 gestir heimsóttu skólann þennan dag, nemendur 9. og 10. bekkja margra grunnskóla á Suðurlandi ásamt kennurum.  Hefð er fyrir því að ML bjóði sunnlenskum nemendum á sérlegan kynningardag að hausti og hefur verið afar ánægjulegt hversu margir grunnskólar hafa þekkst [...]

STAK – Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema fór fram þriðjudaginn 9. október síðastliðinn. Alls tóku 129 nemendur þátt á neðra stigi og 212 á efra stigi úr 20 framhaldsskólum á landinu. Tveir nemendur við Menntaskólann að Laugarvatni voru á meðal nemenda í efstu sætum á neðra stigi. En þetta árið voru það nemendur úr Kvennaskólanum í Reykjavík, Menntaskólanum á Akureyri, [...]

Nýuppgert kennslueldhús

Í haust var nýuppgert kennslueldhús tekið í notkun í húsnæði HÍ á Laugarvatni. Eldhúsið er samnýtt af Menntaskólanum og Grunnskóla Bláskógabyggðar á Laugarvatni sem kostuðu framkvæmdina.  Guðmundur Finnbogason aðstoðarskólastjóri hafði yfirumsjón með að hanna skipulag og innréttingar rýmisins sem er allt hið glæsilegasta eins og sést á meðfylgjandi myndum. María Carmen íþrótta- og heilsufræðingur  

Kvikmyndatónlist og leikgleði

Nú á haustönn hafa nemendur á 3. ári tekið þátt í valáfanga þar sem aðaláhersla er lögð á leiklist og kvikmyndatónlist. Leiklistarhluta áfangans lauk nýverið með uppfærslum nemenda á frægum einræðum úr leiklistarheiminum. Á svið fetuðu nemendur í fótspor ekki ómerkari listamanna en Beyoncé Knowles, Samuel L. Jackson, Robin Williams og Jeff Daniels, svo fáeinir [...]

English Dansk Polski Deutsch Français Español