Kanóferð á Laugarvatni
Ein af föstu ferðum útivistar valáfanga á 1. ári er kanóferð á vatninu. Við notuðum tækifærið í síðustu lotu sem þau komu í skólann og skelltum okkur á vatnið. Veðrið var alls konar eins og lífið sjálft 🙂 Allt gekk vel og stóðu nemendur sig með prýði. Myndirnar tala sínu máli. Hallbera útivistarkennari
Ævintýraferðamennska – nýr áfangi
Í haust var ákveðið að bjóða uppá nýjan áfanga í ævintýraferðamennsku. Um er að ræða tveggja eininga áfanga sem nær yfir báðar annir skólaársins. Nú geta því nemendur ML valið að taka fimm útivistaráfanga, alls 10 einingar. Nýi áfanginn er að mestu leiti verklegur og ekki er um eiginlega kennslu í hverri viku að ræða [...]
Ítrekun á umsóknarfresti haustannar 2020 vegna jöfnunarstyrks
Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk vegna haustannar 2020 er til 15. október næstkomandi n.k. Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum eða með íslykli á heimasíðu okkar www.menntasjodur.is eða island.is.
Flotti kórinn okkar
Flotti kórinn okkar hér í ML hefur reynt að halda sér gangandi þrátt fyrir sérstaka covid tíma en söngur getur auðvitað haft mjög jákvæð áhrif á geðheilsuna, sem hefur sjaldan verið jafn mikilvægt. Við náðum æfingu með fyrsta árinu upp í Skálholtskirkju áður en skólinn þurfti að loka. Við látum fylgja hér nokkrar myndir af [...]
Vikan 5.-9. október
Vikuna 5. - 9. október fer allt nám í Menntaskólanum að Laugarvatni fram í fjarvinnu. Nemendur mæti skv. stundatöflu í Teams. Skólameistari
Breyting á skólastarfi
Neyðarstjórn Menntaskólans að Laugarvatni fundaði í byrjun vikunnar og var ákveðið að fækka sóttvarnarhólfum í skólanum úr þremur í tvö. Skipulag í kringum þetta er nú í fullum undirbúningi en í skólanum er grímuskylda og meters bil tryggt á milli nemenda í skólastarfinu. Breyting þessi felur í sér að 2. og 3. bekkur mæta saman [...]