Almennt

Menntaskólinn að Laugarvatni (ML) heldur úti vefnum www.ml.is  vefurinn er hýstur hjá TRS ehf

Að auki heldur ML úti eftirfarandi síðum:

ML rekur einnig innri Moodle námsvef á vefþjón sem hýstur er hjá TRS ehf

Vefkökur

ML notar Google Analytics til vefmælinga. Við hverja komu inn á vef ML eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans, til dæmis um það efni sem notendur sækjast mest eftir og fleira. Meðhöndlun upplýsinga í vefkökum Google er háð reglum Google um persónuvernd.  Engar tilraunir eru eða verða gerðar til að komast yfir frekari upplýsingar um hverja komu eða tengja saman við aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.

ML hefur þá stefnu að nota vefkökur sparlega og með ábyrgum hætti. Notendum er bent á að þeir geta stillt vafra sinn þannig að hann láti vita af vefkökum eða hafni þeim með öllu, sjá leiðbeiningar.

* „cookies“ – sérstök skrá sem komið er fyrir á tölvu notanda sem heimsækir viðkomandi vef og geymir upplýsingar um heimsóknina.

SSL skilríki

Vef­urinn notast við SSL-skil­ríki sem þýðir að öll sam­skipti eru yfir dul­ritað burðarlag. Það gerir gagna­flutning í gegnum hann öruggari.

SSL skil­ríki varna því að óprúttnir aðilar komist yfir gögn sem send eru í gegnum vefinn, eins og t.d. lyk­ilorð. Með skil­ríkj­unum eru upp­lýs­ingar sem sendar eru milli not­enda vefmiðlara dulkóðaðar og gögnin sem flutt eru á milli skila sér á réttan stað á öruggan máta.

Tenglar í aðra vefi

Á vef ML er stundum vísað á vefi annarra stofnana, félaga­sam­taka og fyr­ir­tækja. Reglur ML um öryggi not­enda gilda ekki á vefjum utan hans. ML ber ekki ábyrgð á efn­is­inni­haldi eða áreiðanleika slíkra vefja. Vís­unin þýðir heldur ekki að ML styðji eða aðhyllist nokkuð sem þar kemur fram.

Fyrirvari

Þótt leitast sé við að hafa upp­lýs­ingar á vef ML réttar og í sam­ræmi við nýj­ustu stöðu mála er ekki ávallt hægt að ábyrgjast að svo sé. Þetta á einnig við um til­vís­anir og tengla í efni utan vefsins.