vordukormerkiml_thumb_medium50_50

Vörðukórinn og Kór Menntaskólans að Laugarvatni efna til tónleika í Félagsheimilinu í Aratungu n.k. miðvikudag, 23. nóv. 2011, kl. 20:30.  Á dagskrá er fjölbreytt íslensk og erlend tónlist sem kórarnir flytja saman, eða sitt í hvoru lagi. Þarna er að finna bæði popptónlist og klassíska. Meðal upprunalegra flytjenda tónlistarinnar sem þarna verður á boðstólnum eru Bítlarnir, Bob Marley, Stuðmenn og Þursaflokkurinn.
Samtals telja kórarnir tveir um 100 manns, en stjórnandi beggja er Eyrún Jónasdóttir.

Viltu deila...
Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter