Skólinn

/Skólinn
Skólinn2018-04-04T14:07:12+00:00

Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólinn er framhaldsskóli og heimvistarskóli, sem starfar eftir bekkjakerfi. Nánast allir nemendur skólans dvelja á heimavist og kaupa fæði í mötuneyti skólans.

Við skólann eru starfsræktar tvær bóknámsbrautir til stúdentsprófs,  félags- og hugvísindabraut og náttúruvísindabraut. Nám á bóknámsbrautunum tekur 3 ár og lýkur með stúdentsprófi.

Skólinn er ákaflega vel í sveit settur. Laugarvatn er vinsæll ferðamannastaður yfir sumarmánuðina og friðsæl umgjörð skólastarfs á veturna. Frábær íþróttaaðstaða, með samstarfi við Íþróttafræðasetur Kennaraháskóla Íslands hér að Laugarvatni, skapar skólanum mikla sérstöðu. Ungt fólk af landinu öllu dvelur hér við nám við eftirsóknarverðar aðstæður. Tengsl nemenda innbyrðis og einnig við kennara og annað starfsfólk eru náin og persónuleg, og andrúmsloftið heimilislegt.

Á Laugarvatni er eitt fullkomnasta íþróttahús landsins ásamt útisundlaug og glæsilegum íþróttavelli. Bæði á vegum skólans og íþróttafélags nemenda eru iðkaðar flestar íþróttagreinar.