Lykilupplýsingar fyrir forráðamenn

Er barnið þitt í ML

Hér má finna upplýsingar um helstu þætti fyrir forráðamenn nemenda í ML

Að hefja nám í ML

Nemendur dreifast þannig á vistir að allir nýnemar eru á Kös, nemendur á öðru ári búa flestir á Nös en einnig á Kös. Nemendur á þriðja ári eru ýmist á Fjarvist eða Nös.  

Nemendur sem búa á heimavistum, eiga í flestum tilvikum kost á að fá húsnæðisbætur sem eru ákveðið hlutfall af leiguupphæð.  Nemendur sem eru yngri en 18 ára sækja um hjá sveitarfélagi sínu en 18 ára og eldri sækja um rafrænt á www.hms.is.  Ritari sendir staðfestingu á hms.is hvaða nemendur eru skráðir í skólann.  

Í upphafi skólaárs þurfa þeir nemendur, yngri en 18 ára, sem vilja sækja um þessar bætur, að undirrita herbergisleigusamning en hann þarf að nálgast á skrifstofu skólans 

Nemendur utan póstnúmersins 840 Laugarvatn geta, langflestir, sótt um styrkt til Menntasjóðs námsmanna til jöfnunar á námskostnaði. Þessi styrkur er umtalsverður á hvorri önn.

Í kringum 10. janúar er hann greiddur inn á bankareikning nemandans vegna haustannar, og um 10. júní vegna vorannar.  

Nemendur sækja um námstyrk á netinu á haustönn fyrir báðar annir Menntasjóður námsmanna (menntasjodur.is)

Nemendur á heimavistum eru í fastafæði í mötuneytinu virka daga. Um helgar nota þeir helgarkort sem versla þarf hjá skólafulltrúa/ritara og eru þau þá gjaldsett á viðskiptareikning viðkomandi nemanda í mötuneytinu. 

Þriðjudagur í nýnemaviku er skipulagður þannig að fyrir hádegi munum við kynna nýnemum ýmislegt það sem er mikilvægt að þeir viti og kunni um námið, reglur og starf skólans. Eftir hádegið er síðan skipulögð dagskrá þar sem ykkur nýnemum gefst færi á að kynnast innbyrðis. 

Nýnemar verða einu nemendurnir á svæðinu þar til síðdegis á þriðjudeginum, þegar þeir eldri fara að tínast á staðinn. 

Fyrstu dagarnir í skólanum er viðburðaríkir. Það er mörgu að kynnast og margt að upplifa, en eins og ávallt er námið í fyrsta sæti.

Skólasóknarreglur og Reglur heimavistar og skóla eru aðgengilegar á heimasíðu skólans.

Mikilvægt er að nýnemar og foreldrar/forráðamenn kynni sér þessar reglur vel.

Reglur heimavistar og skóla þarf að staðfesta með rafrænni undirskrift fyrir 10. ágúst.   Eyðublað þess efnis var sent í tölvupósti með staðfestingarpósti um skólavist.

Að morgni miðvikudagsins í nýnemaviku verður formleg skólasetning og kennsla hefst strax að henni lokinni.  

Menntaskólinn að Laugarvatni

Hafðu samband við ML

Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólatúni 1
840 Laugarvatn

Upplýsingar

Netfang: ml@ml.is
Sími: (354) 480 8800
Kennitala: 460269-2299

Hvar er
Menntaskólinn að Laugarvatni?

Menntaskólinn að Laugarvatni