Mötuneytisráð

///Mötuneytisráð
Mötuneytisráð2018-04-04T14:20:26+00:00

Hlutverk mötuneytisráðs er að ræða þau mál sem snerta þjónustu mötuneytisins við nemendur, kvartanir nemenda, skyldur nemenda gagnvart mötuneytinu s.s. umgengni, aðstöðu, áætlanir o.fl.

Mötuneytið er sjálfseignarstofnun rekin á svonefndum núllgrunni.  Dagleg stjórnun er í höndum matreiðslumeistara og sér hann m.a. um ráðningar starfsfólks, vörukaup og matreiðslu alla.  Gjaldkeri sér um greiðslu reikninga, launafgreiðslu, innheimtu og viðskiptamannabókhald.  Skólameistari er yfirmaður mötuneytisins í umboði skólanefndar.

Í mötuneytinu stendur nemendum og starfsfólki til boða hollur og góður mat, í samræmi við leiðbeiningar Landlæknisembættisins.

Mötuneytisráð skipa:

Halldór Páll Halldórsson skólameistari
Sveinn R. Jónsson, matreiðslumeistari
Ragnheiður Bjarnadóttir, fjármálastjóri
Ingunn Ýr Schram, fulltrúi nemenda
Þórný Þorsteinsdóttir, fulltrúi nemenda


Umgengnisreglur í mötuneyti

  1. Nemendum ber að sýna öðrum nemendum og starfsfólki kurteisi í hvívetna í matsal.  Ró skal vera í röðum og við borðhald.
    Bank á hurðir fyrir opnun telst ókurteisi.
  2. Ávallt skal þvo sér um hendur fyrir máltíð.
  3. Inniskór eru notaðir í matsal eins og í öllu skólahúsnæðinu.
  4. Ef það óhapp hendir að nemandi hellir niður úr glösum eða missir niður mat af diskum skal hann þrífa það upp sjálfur með veiðeigandi áhöldum sem starfsfólk útvega honum.
  5. Nemendum ber að ganga vel frá mataráhöldum á viðeigandi vagna eftir hverja máltíð – og ekki skilja neitt eftir!
  6. Ekki skal bera mat né mataráhöld út úr matsal nema með leyfi starfsfólks, þá með undantekningu vegna veikra nemenda á vistum.  Til þess eru notuð viðeigandi ílát.
  7. Jórturleður (tyggjó) skal fara í ruslafötur en ekki með leirtaui í uppþvottavélar.  Ekki má skilja jórturleður eftir á borðum.
  8. Ef nemandi hefur eitthvað út á matinn eða skömmtun að setja skal hann hafa það fyrir sjálfan sig þar til hann kemur því á framfæri við skólaráðsfulltrúa.  Þeir eru jafnframt fulltrúar nemenda í mötuneytisráði.  Mál mötuneytisins eru rædd á þeim vettvangi.