Almennt um tölvukerfi Menntaskólans að Laugarvatni

Tölvukerfi ML er í stöðugri þróun en í grunninn er það byggt upp til að efla og styðja við nám nemenda.  Það er sett upp og viðhaldið eingöngu vegna náms þeirra í ML.

Tölvukerfið sem ML rekur fyrir nemendur samanstendur af eftirfarandi þáttum.

  • Þráðlaust og vírað net fyrir nemendur
  • Staðbundið grunnkerfi
  • Skýjalausn Microsoft Office 365 (O365)
  • Moodle námsumsjónarkerfið

Skólinn ábyrgist ekki samfelldan uppitíma þeirra kerfa sem skólinn rekur, en leitast er við að hann sé stöðugur.

Skólinn áskilur sér rétt til að setja sérstakar reglur um gæði tölvubúnaðar nemenda til að þeir hafi möguleika á að nýta sér kerfið með viðunandi hætti.

Reglur nemenda vegna tölvukerfis – janúar 2019