Hefðir í ML
Merki skólans
Fáni skólans
Skólasöngur
Hefðir
Eins og vænta má hafa skapast ýmsar hefðir í kringum skólastarfið. Hér er tæpt á nokkrum, sem geta haft áhrif á daglegt starf í skólanum.
Kaffitímar
Um er að ræða að nemendur bjóði kennara í kaffi í einum tíma á hvorri önn. Kennara er frjálst að samþykkja slíkt eða hafna. Reyndin hefur orðið sú að þessir tímar eru notaðir til að spjalla um heima og geima, en æskilegast er þó að þeir séu notaðir sem þáttur í kennslu.
Göngufrí
Nemendur bjóða kennara í göngu í einum tíma á hvorri önn. Kennara er frjálst að samþykkja slíkt eða hafna.
Húsþing
Skólameistari kallar til húsþings þegar hann þarf að koma áríðandi erindum til allra nemenda. Þá er bjöllunni hringt tvisvar. Húsþing eru mismunandi að lengd, frá 5 mínútum til 20.
Söngsalur
Einu sinni á hvorri önn hefja nemendur söng fyrir framan skrifstofu skólameistara og biðja með þeim hætti um leyfi til að nota næstu kennslustund til söngs. Sé söngurinn með þeim hætti að skólameistari telur hann boðlegan, veitir hann leyfi sitt.
Dagamunur og Dolli
Í vikunni fyrir árshátíð hefur skapast sú venja á miðvikudegi og fimmtudegi, að í stað hefðbundins skólahalds gera nemendur sér dagamun með því að sækja ýmis konar námskeið, fundi eða aðrar samkomur. Á föstudegi á Dolli sér stað, en hann felst í ýmisskonar þrautakeppni nemenda og starfsfólks. Reiknað er með að kennarar leggi fram krafta sína með því að standa að einhverjum þætti í starfinu á þessum dögum.
Merki skólans
Sveinn Þórðarson skólameistari ákvað að Hvítbláinn skyldi vera í merki skólans. Einkunnarorðin þrjú sem eru í merkinu: manngildi, þekking og atorka, eru þýðing Baldvins Einarssonar á hugtakinu „humanismus“ eða húmanismi.
Fáni skólans
Við útför Einars Benediktssonar var kista hans sveipuð bláhvíta fánanum sem hann hafði barist fyrir að yrði þjóðfáni Íslendinga. Már, sonur Einars, fól Jónasi Jónssyni frá Hriflu að varðveita fánann og ráðstafa honum á viðeigandi hátt. Við stofnun Menntaskólans að Laugarvatni, 12. apríl 1953, færði Jónas honum þennan fána að gjöf og verður hann að teljast ein merkasta eign skólans. Mun Jónas hafa haft í huga að með gjöfinni mætti stuðla að áhuga æskunnar á verkum þjóðskáldsins.
(Heimild: Menntaskólinn að Laugarvatni – Forsaga, stofnun og saga til aldamóta. Sögusteinn 2001).
Skólasöngurinn
Til fánansRís þú unga Íslands merki, Skín þú, fáni, eynni yfir Einar Benediktsson |
Sveinn Þórðarson, skólameistari, ákvað að ljóðið „Til fánans“ skyldi vera söngur skólans. Um leið mótaði hann þá hefð, að á fæðingardegi Einars Benediktssonar, 31. október, skyldi skáldskapur hans kynntur fyrir nemendum skólans. Skólasöngurinn er sunginn við lag Björgvins Guðmundssonar. Það lag hefur verið notað síðan í skólameistaratíð Jóhanns S. Hannessonar, en áður var notað lag Sigfúsar Einarssonar. |