Í samræmi við reglugerð nr. 654/2009 setur Menntaskólinn að Laugarvatni sér móttökuáætlun fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Markmiðið er að nemendur geti skilið og notað íslenskt mál í framhaldsskólanámi sínu og verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Nemendur fái þannig góðan undirbúning fyrir háskólanám og þátttöku í lýðræðislegu samfélagi.

Að því leyti sem tilefni er til gildir áætlunin einnig um nemendur sem hafa dvalið langdvölum erlendis og um móttöku skiptinema.

Móttökuáætlun fyri rnemendur með annað móðurmál en íslensku