Reglur um notkun tölvukerfis

////Reglur um notkun tölvukerfis
Reglur um notkun tölvukerfis2018-04-04T10:45:06+00:00

Aðgangs- og notkunarreglur vegna tölvukerfis ML

 1. Tölvukerfi ML fyrir nemendur er til að efla nám nemenda. Það er sett upp og því viðhaldið eingöngu vegna náms þeirra í Menntaskólanum að Laugarvatni.
 2. Sérhver nemandi ML fær aðgang að netinu, víruðu sem þráðlausu. Um leið undirgengst hann reglur þessar.
 3. Nemendum, notendum tölvukerfisins, er óheimilt að:
  1. nýta sér aðgang annarra tölva til að komast inn í kerfið undir nafni þeirra eða að nota ip-tölur annarra tölva eða hvaða einkennistölu þeirra sem er til að öðlast aukinn aðgang eða til að fela slóð sína.
  2. hlaða niður efni af netinu sem stangast á við alþjóðlegar reglur.
  3. nýta sér tölvukerfi ML til sérhverra þeirra gjörða sem eru brot á landslögum eða alþjóðlegum lögum.
 4. Viðurlög við brotum á reglum þessum getur gefið tilefni til áminningar og jafnvel brottvikningar úr skóla eftir eðli brots. Öll brot skulu rædd í skólaráði.
 5. Skólinn ábyrgist ekki samfelldan uppitíma kerfisins né að allsstaðar í húsnæði skólans sé ætíð gott aðgengi að þráðlausu sem víruðu kerfi.
 6. Skólinn áskilur sér rétt til að setja sérstakar reglur um gæði tölvubúnaðar nemenda til að þeir hafi möguleika á að nýta sér kerfið með viðunandi hætti.
 7. Endurskoðun þessara reglna fer fram þegar skólaráð metur þörf á því.

Samþykkt í skólaráði 5. desember 2006.

Breyting gerð 8. janúar 2010.