Nú á dögunum fengum við í áfanganum Hreyfing og heilsa góða gesti í heimsókn, sem kynntu þjóðaríþróttina glímu fyrir nemendum. Þetta voru þeir gamalkunnu glímukappar  Kjartan Lárusson og Jóhannes Sveinbjörnsson. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum glímdu nemendur af kappi og áhuga.

Til gamans má geta að á forsíðumynd fréttarinnar má sjá núverandi handhafa Freyjumensins, og verðandi stúdent frá ML í vor, Jönu Lind Ellertsdóttur – og fyrrverandi handhafa Grettisbeltis, og stúdent frá ML vorið  1989 Jóhannes Sveinbjörnsson, búa sig undir að taka eina bröndótta.

Fleiri glímumyndir eru hér.

MCM

Viltu deila...
Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter