Bókasafn

//Bókasafn
Bókasafn2018-09-11T14:09:45+00:00

Hlutverk bókasafnsins er að þjóna nemendum, kennurum og starfsfólki Menntaskólans.

Einnig er í gildi þjónustusamningur við sveitarfélagið Bláskógabyggð um þjónustu við grunnskóla- og leikskólanema sveitarinnar, sem og almenning.

Safnkostur telur u.þ.b. 20.000 eintök.

Efni bókasafnsins er skráð í bókasafnskerfið Gegni.

Allir nemendur Menntaskólans að Laugarvatni eiga rétt á faglegri bókasafns- og upplýsingaþjónustu á bókasafni skólans, endurgjaldslaust. Þeir hafa jafnan aðgang að upplýsingum án tillits til félagslegrar stöðu eða uppruna. Safnið er búið bókum, tímaritum, myndefni og öðrum safnkosti, sem tengist skólastarfi. Jafnframt er veittur aðgangur að rafrænum gögnum innan skóla og á netinu. Bókasafns- og upplýsingafræðingur á að veita nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum virka upplýsingaþjónustu og stuðla þannig að upplýsingalæsi og samþættingu sjálfstæðrar þekkingarleitar og kennslugreina. Lesaðstaða, vinnuaðstaða og aðgangur að tölvum er í tengslum við safn.

Sími: 480 3313
Netfang: bokasafn@ml.is


Opnunartímar safnsins eru:

Mánudagar 09.00-12.15 og 13.00-15.00

Þriðjudagar 09.00-12.15 og 13.00-16.00

Miðvikudagar 10.00-12.15 og 13.00-16.00

Fimmtudagar 09.00-12.15