Mötuneyti

//Mötuneyti
Mötuneyti2018-09-05T11:35:35+00:00

Mötuneyti ML er sjálfseignarstofnun með sjálfstæða kennitölu undir yfirstjórn skólanefndar.  Skólameistari er ábyrgur fyrir rekstri mötuneytisins í umboði skólanefndar og bryti/matreiðslumeistari sér um daglegan rekstur, stjórnun, innkaup og eldamennsku.  Gjaldkeri/bókari sér um viðskiptamannabókhald, greiðslu reikninga, launavinnslu og innheimtu.

Mötuneytið er rekið á svonefndum núll-grunni, þ.e. markmiðið er að það sé rekið með lágmarks hagnaði.  Mötuneytið er til að þjónusta nemendur og starfsmenn með góðum heimilismat þar sem gætt er að hollustu á sanngjörnu verði.  Allir nemendur sem dvelja á heimavistum skólans eru í fullu föstu fæði virka daga.  Um helgar eru svonefnd helgarkort sem götuð eru eftir notkun.  Nemendur skrá sig inn á fæði um helgar.  Nemendur utan heimavista og starfsmenn geta keypt einstakar máltíðir með skráningu á þar til gert blað í mötuneyti.  Mötuneytið gerir, eftir þörf og óskum, samninga um sölu fæðis við verktaka sem vinna á vegum skólans og/eða aðra verktaka.  Verðlagning þess er með öðrum hætti en annarra og er hagnaður vegna þess nemendum til hagsbóta.

Í mötuneytinu starfa, auk bryta/matreiðslumeistara, fjórir matráðar á vöktum.
  • Morgunmatur er á tímabilinu 7:30-8:15
  • Hádegismatur er á tímabilinu 12:00-13:00
  • Miðdagskaffi er á tímabilinu 15:20-16:00
  • Kvöldmatur er á tímabilinu 18:00-19:00
  • Kvöldsnarl er á tímabilinu 22:00-22:30
  • Um helgar er morgun/hádegisverður á tímabilinu 10:00-13:00 og kvöldmatur á tímabilinu 18:00-19:00
Matseðill