Sálfræðiþjónusta stendur nemendum boða og hægt er að fá tíma hjá sálfræðingi ef þörf krefur. Sálfræðingurinn kemur í ML tvisvar í mánuði og geta nemendur bókað tíma hér fyrir neðan.

Netfang sálfræðings er salfraedingur@ml.is.

Skólinn greiðir þrjá tíma á skólaári fyrir hvern nemenda, ef þörf er á, á meðan á skólagöngu hans við ML stendur. Þurfi nemandi á fleiri tímum að halda þarf hann að greiða sjálfur fyrir tímana.

Reynt er að tryggja að biðtími til sálfræðingsins sé ekki langur. Ef það er of langt þar til næsti tími er laus er nemendum bent á að leita til heilsugæslu eða hringja í hjálparsíma 1717. Fleiri úrræði má sjá á spjaldinu fyrir framan matsalinn.

Umsjónarkennarar, námsráðgjafi, húsbóndi og húsfreyja og fleiri eru alltaf til staðar ef þörf er á spjalli.

Bóka tíma hjá sálfræðingi