Þvottahús

//Þvottahús
Þvottahús2018-05-31T13:47:22+00:00

Þjónusta þvottahúss er innifalin í heimavistargjaldi nemenda.  Í þvottahúsi starfa tveir þvottatæknar í einu og hálfu stöðugildi.  Þessi störf heyra undir umsjónarmann fasteigna.

Gjaldskrá má finna hér.

Nemendur koma með óhreinan merktan þvott, með þvottanúmeri sem þeim er úthlutað, og flokka sjálfir í þar til gerða bala.  Að jafnaði geta nemendur sótt hreinan þvottinn, samanbrotinn einum eða tveimur dögum síðar, í merktar þvottgrindur sínar.  Þvottahúsið ber ekki ábyrgð á týndum eða skemmdum þvotti nema sannanlega sé það vegna handvammar starfsmanna eða bilaðra tækja. Nemendum ber að fylgjast með því að þvottanúmerin séu ávallt auðlesanleg á þvottinum.