Tölvuþjónusta

//Tölvuþjónusta
Tölvuþjónusta2019-01-15T11:29:54+00:00
UT síðan
Reglur um tölvukerfi
Office 365

Menntaskólinn að Laugarvatni er með samning við Microsoft og fær þess vegna aðgang að Office 365 skýi Microsoft.

Þetta þýðir að nemendur og kennarar hafa ókeypis aðgang að eftirfarandi:

 • nýjasta Office pakkanum (Office 365)
 • tölvupósti með @ml.is netfangi
 • Onedrive sem er gagnageymsla í skýi 1 T af stærð
 • Sway www.sway.com til einfaldrar vefsíðugerðar
 • Onenote til að glósa
 • Teams til hópavinnu og allrar samvinnu

Tölvukostur í ML er með besta móti.  Í tölvuveri eru 14 borðtölvur sem keyptar voru haust 2015 og nemendur hafa aðgang að. Borðtölvur og skjávarpar eru í öllum skólastofum og öflugt þráðlaust net um öll húsakynni.

Í ML er Moodle notað sem námsumsjónarkerfi og Inna sér um að halda utan um nemendaskráningu.

Tölvuþjónustan er opin mánudaga – miðvikudaga frá 8:30 til 15:30

Stefnur og reglur vegna upplýsingatækni.

 • Persónuverndarstefna ML
 • Reglur vegna notkunar skýjalausna
 • Reglur vegna notkunar á tölvukerfinu

Eyðublöð vegna upplýsingatækni

 • Upplýst samþykki vegna samfélagsmiðla
 • Upplýst samþykki vegna skýjalausna