Útskrift Menntaskólans að Laugarvatni verður laugardaginn 6. júní og hefst hátíðardagskrá kl. 14.  Athöfnin verður haldin í Íþróttahúsi Bláskógabyggðar á Laugarvatni.

Verðandi nýstúdentar eru 40 og verður dagskrá skipulögð eins hefðbundin og kostur er í ljósi stöðunnar sem þá verður, sem hátíðlegust en um leið skemmtileg.  Vonast er til að fjöldatakmörkun verði breytt miðað við það sem áætlað er í dag þannig að fleiri en einn fjölskyldumeðlimur nýstúdenta geti komið í hús.  Athöfninni verður streymt en krækja á streymið verður sett inn á heimasíðu skólans þegar þar að kemur.

Skólameistari

Viltu deila...
Share on Facebook
Facebook
Tweet about this on Twitter
Twitter