omarrbr2Mánudagurinn 16. september er Dagur íslenskrar náttúru. Í tilefni af deginum og í tengslum við 60 ára stofnafmæli skólans á þessu ári, ætlar Ómar Ragnarsson að koma á Laugarvatn og segja frá og sýna myndir sem tengjast náttúru og náttúruvernd í víðum skilningi.  

Samkoman verður í matsal menntaskólans og hefst kl. 20:30. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Dag íslenskrar náttúru ber einmitt upp á fæðingardag Ómars Ragnarssonar, en sem frétta- og þáttagerðarmaður hefur hann unnið ötullega að því  að opna augu almennings fyrir þeim auðæfum sem felast í náttúru landsins og mikilvægi þess að vernda hana og varðveita.

– pms