voluspaNemendur í 1. og 2. bekk fengu skemmtilega upplyftingu frá hefðbundu bóknámi í dag þegar Möguleikhúsið kom í heimsókn og setti upp sýninguna Völuspá. Leiksýningin, sem er farandsýning, hlaut Grímuna árið 2003 og er verkið einkar faglegt og vel unnið. Eins og felst í nafninu þá byggir sýningin á hinni fornu Völuspá og er fjallað um hugmyndaheim heiðinnar goðafræði. Persónur sem birtast áhorfendum eru t.d. Óðinn, Baldur, Loki, Fenrisúlfur, Huginn og Muninn svo einhverjar séu nefndar. Pétur Eggertz leikur öll hlutverkin og með honum á sviðinu er tónlistarmaðurinn Birgir Bragason. Höfundur verksins er Þórarinn Eldjárn. Nánar má lesa um sýninguna hér. Við ML-ingar höfðum mjög gaman af heimi goðafræðinnar og var sýningunni gerður góður rómur. Enda er alltaf gaman að horfa á vel unnin leikverk.
Aðalbjörg Bragadóttir, íslenskukennari